Handvalin borð, endingarbetri pallur

Þú getur treyst gæðunum frá Vetedy. Hvert og eitt einasta borð er yfirfarið eftir hvert stig vinnslunnar. Ef það er kvistur, þá er það stytt, ef það er grámi eða kal, þá er það mjókkað. Það er ástæðan fyrir því, að í sumum pökkum eru styttri borð. Enda kemur það ekki að sök, lengdir ganga alltaf upp þannig, að þær hitta á lektu. Þannig er allt efni handvalið og næst með því samfella í útliti. Blæbrigðin eru þó misjöfn eftir viðartegund, það segir sig sjálft. Einnig eru einungis valdar viðartegundir, með eiginleiga sem eiga heima í hágæðaframleiðslu. Það getur úrval tegunda orðið að palli, en einungis útvaldar geta orðið að Vetedy palli.

Það er t.d. ekki mikil innri spenna í þeim tegundum sem Vetedy notar. Borðin leggjast áreynslulítið beint úr pakkanum í pallinn, og ekki þarf að spenna til eða frá. Allt gengur vanalega eins og í sögu.

Fallegur frágangur

Það er hægt að gera svo margt fallegt. Hér er gólfið rammað inn.

Skemmtileg útfærsla

Hér er gangstígurinn breikkaður þegar nær kemur að útieldhúsinu. Og rammað inn.

Endalausir möguleikar

Það er hægt að hanna skemmtileg uppbrot, t.d kringum heitan pott, saunahús, gróðurker og fleira.

Viðartegundir í 100mm breidd

  • Cumaru 20mm x 100mm

  • Merbau (FSC) 20mm x 100mm

  • Padouk 20mm x 100mm

  • Melywood FSC 20mm x 100mm

  • Ipe 20mm x 100mm

  • Tekk 20mm x 96mm

Viðartegundir í 140mm breidd

  • Melywood FSC 20mm x 140mm

  • Thermo Askur 25mm x 140mm

  • Bambus C-Tech 20mm x 140mm

    Fáanlegt í sérpöntun (4-6 vikur)

  • Accoya Natural 21mm x 140mm

  • Accoya Grey 21mm x 140mm

  • Kebony Clear 21mm x 140mm